fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Óveður í Danmörku – Neyddust til að gista í verslun IKEA

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. desember 2021 05:00

Svona var staðan í Álaborg síðdegis í gær. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kröpp lægð gekk yfir norðanvert Jótland í gær og fram á nótt. Í Álaborg var kafaldsbylur og síðdegis í gær urðu margar götur og vegir ófærir í og við borgina. Lögreglan réði fólki frá því að vera á ferðinni og 25 manns sátu fastir í verslun IKEA og gistu þar í nótt. Á flugvelli borgarinnar sátu 300 manns fastir og eyddu nóttinni þar.

Í IKEA gistu sex viðskiptavinir og um 20 starfsmenn í versluninni í nótt.  Starfsfólkið gerði eins gott úr þessu og hægt var og eyddi fólkið kvöldinu saman í mötuneyti starfsfólksins og horfði á sjónvarpið og naut veitinga. Meðal annars var boðið upp á kökur, kaffi og gosdrykki og bjór.

Síðan var búið um næturgestina í sýningarsal verslunarinnar en nóg er af rúmum þar. Talsmaður IKEA tók sérstaklega fram við danska fjölmiðla að skipt verði á rúmunum nú í morgunsárið áður en verslunin verður opnuð.

Á flugvellinum voru 300 manns strandaglópar í nótt. Þar var teppum dreift og fólk varð að sætta sig við að komast ekki á brott. Ekki var boðið upp á jafn góða gistiaðstöðu og hjá IKEA en reynt var að gera það besta úr ástandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“