fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Undirrituðu tímamótasamning sem gerir íslenskan fótbolta í fyrsta sinn aðgengilegan um heim allan – ,,Spennandi tímar framundan“

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 22. október 2021 10:37

Víkingar eru ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur Toppfótbolti, ÍTF, samtök efstudeildafélaga á Íslandi, hefur gengið til liðs við Evrópsku deildasamtökin, með 40 deildir, 1000 félög í 30 löndum innanborðs. Í dag undirrituðu fulltrúar ÍTF, EL og 8 annarra deilda 3-ára samning við tvær alþjóðlegar streymisveitur, The Eleven Group og OneFootball.

Samningurinn snýst um dreifingu leikja í 9 efstu deildum karla í Evrópu til áskrifenda um allan heim. Hann tryggir að íslenskur fótbolti verður í fyrsta sinn aðgengilegur um heim allan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍTF.

Í samningnum, sem tekur gildi varðandi Ísland í upphafi næstu leiktíðar, felst að 3 leikir úr efstu deild karla verða í boði í hverri umferð og amk einum þeirra verður lýst með enskum þul. Dreifingu til erlendu aðilanna, sérstaka framleiðslu og hýsingu myndefnis annast ÍTF og samstarfsfyrirtæki.

Orri Hlöðversson, formaður ÍTF, undirritaði samninginn í dag á aðalfundi EL í Mílano, en ÍTF var samþykkt sem fertugast meðlimur samtakanna á fundinum. „Hér erum við að stíga stórt skref fyrir íslenska knattspyrnu, reyndar það fyrsta af mörgum sem framundan eru varðandi sjónvarps- og markaðsréttindi. Það er ákaflega mikilvægt að geta veitt aukinn aðgang að íslenskum fótbolta alls staðar í heiminum. Samningurinn gerir það að verkum að skyndilega er íslenska karladeildin komin á bekk með efstu deildum til dæmis í Danmörku, Noregi, Sviss og Póllandi. Það eru gríðarlega spennandi tímar framundan í íslenskum fótbolta í þessum efnum“, sagði Orri eftir undirritunina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
EM: Noregur vann Sviss
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fékk hjartaáfall um borð í leigubíl – Var í dái í nokkrar mínútur en er á batavegi

Fékk hjartaáfall um borð í leigubíl – Var í dái í nokkrar mínútur en er á batavegi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu