Miðjumaðurinn Saul Niguez er genginn til liðs við Chelsea á lánssamningi frá Atletico Madrid. Chelsea greiðir 5 milljónir evra fyrir kappann.
Saul hefur leikið með Atletico Madrid frá 2012 og verið lykilmaður á miðsvæðinu hjá þeim. Það er því ljóst að hann mun styrkja miðsvæðið hjá Evrópumeisturum Chelsea.
Jules Kounde, leikmaður Sevilla, hefur verið orðaður við Chelsea síðustu daga en nú þegar félagsskiptaglugginn er alveg að loka lítur ekki út fyrir að félögin nái saman. Saul verður því eini leikmaðurinn sem Chelsea semur við í dag.
Fabrizio Romano segir að félagsskiptin séu staðfest en enn er beðið eftir því að félögin tilkynni um félagsskiptin.
Saúl will officially join Chelsea in the next few minutes on loan for €5m with also buy OPTION for €40m valid in June 2022. Atletico Madrid have total agreement with Chelsea as revealed earlier – it’s here we go. 🔵🇪🇸 #CFC #DeadlineDay
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2021