Leeds United hefur staðfest kaup sín á Daniel James frá Manchester United. Kantmaðurinn knái er 23 ára gamall og skrifar undir fimm ára samning.
James var á barmi þess að ganga í raðir Leeds fyrir tveimur og hálfu ári en þá frá Swansea. United keypti hann hálfu ári síðar.
Sagt er að Leeds borgi United um 30 milljónir punda fyrir kantmanninn. Hann verður samningsbundinn til ársins 2026.
James spilaði sinn fyrsta leik með Swansea árið 2018, hann gekk í raðir United sumarið 2019 og skoraði þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjum fyrir félagið.
James er áttundi leikmaðurinn sem Leeds fær í sumar en mikil eftirvænting er í herbúðum Leeds fyrir frumraun hans.