fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Pressan

Ástralar ætla að hætta að nota bóluefni AstraZeneca

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. júní 2021 07:59

Bóluefni frá AstraZeneca. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralar hafa ákveðið að hætta að nota bóluefnið frá AstraZeneca og byrja nú þegar að draga úr notkun þess. Í október er stefnt á að hætta alveg að gefa fólki það nema það biðji sérstaklega um að vera bólusett með því.

Þetta kemur fram í nýrri bólusetningaáætlun stjórnvalda sem var birt á miðvikudaginn. Í henni kemur fram að í júlí og ágúst verði það aðallega fólk eldra en sextíu ára sem verður bólusett með AstraZeneca. Þegar búið verður að bólusetja þennan hóp í október verður bóluefnið aðeins notað ef fólk biður sérstaklega um það.

Meðal ástæðnanna fyrir þessari ákvörðun er að Ástralar fá meira magn af bóluefnum frá Moderna og Pfizer en áður var reiknað með.

Notkun AstraZeneca hefur verið hætt í nokkrum löndum vegna alvarlegra aukaverkana sem geta komið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Maria lagði á ævintýralegan flótta til að geta tekið við friðarverðlaunum Nóbels

Maria lagði á ævintýralegan flótta til að geta tekið við friðarverðlaunum Nóbels
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tesla olli eldsvoða og sex manna fjölskylda missti allt – Telur að kraftaverk hafi bjargað lífi þeirra

Tesla olli eldsvoða og sex manna fjölskylda missti allt – Telur að kraftaverk hafi bjargað lífi þeirra
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 6 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“