fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Ákölluðu Maradona eftir ótrúlegar senur í leik erkifjendanna í Argentínu – „Því oftar sem ég sé þetta, því klikkaðara er þetta“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 15. mars 2021 20:17

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boca Juniors og River Plate mættust í Superclásico grannaslagnum í Argentínu í gær. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Atvik sem átti sér stað undir lok leiks hefur vakið mikla athygli og stuðningsmenn Boca Juniors eru undrandi á atburðarrásinni sem átti sér stað þegar River Plate virtist vera að komast yfir í leiknum.

Álvarez, leikmaður River Plate, fékk boltann inna vítateigs Boca Juniors. Hann lyfti boltanum yfir Andrada, markvörð Boca og boltinn virtist vera á leið inn.

„Í stað þess að rúlla inn í markið, stoppar boltinn snögglega fyrir utan marklínuna og rúllar til hliðar,“ var skrifað í umsögn BILD um atvikið.

Nico Cantor, íþróttalýsandi hjá CBS Sports, var sammála mörgum stuðningsmönnum Boca Juniors um að andi Diego Armando Maradona, knattspyrnugoðsagnar hjá Boca Juniors, hafi komið í veg fyrir mark.

Kollegi hans, Callum Williams tók í svipaðan streng.

„Því oftar sem ég sé þetta, því klikkaðara verður þetta,“ skrifaði Williams á Twitter.

Maradona lést þann 25. nóvember á síðasta ári, 60 ára að aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman

Amorim fór í kvöldverð með Semenyo – Félögin náðu ekki saman
433Sport
Í gær

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Í gær

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester

Dalot meiddist í verkefni með Portúgal og heldur til Manchester
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útskýrir hversu langar viðræðurnar við Liverpool um nýjan samning voru

Útskýrir hversu langar viðræðurnar við Liverpool um nýjan samning voru