fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Er ekki í nokkrum vafa um Klopp – „Hann vinnur ensku úrvalsdeildina á ný með Liverpool“

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 15. mars 2021 19:15

Jurgen Klopp / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Barnes, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur tröllatrú á Jurgen Klopp, knattspyrnustjóra liðsins, þrátt fyrir magurt gengi á tímabilinu.

Liverpool vann ensku úrvalsdeildina á síðasta tímabili en eru langt frá því að verja titilinn á þessu tímabili. Liðið situr í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 43 stig eftir 28 leiki.

Klopp er með samning við Liverpool til ársins 2024 og Barnes telur að Klopp geti unnið deildina á ný með Liverpool.

„Ef Klopp heldur áfram hjá Liverpool til lengri tíma, þá er ég handviss um að hann vinnur ensku úrvalsdeildina á ný með Liverpool,“ sagði John Barnes í viðtali sem birtist á Goal.com.

Núverandi tímabil hefur verið meiðslum hrjáð hjá Liverpool en aðal miðvarðarpar liðsins hefur verið frá vegna meiðsla bróðurhluta tímabilsins. Barnes telur að Liverpool geti barist um titilinn á næsta tímabili.

„Samningur hans rennur út árið 2024 svo við munum hafa þrjú ár í viðbót af Klopp í ensku úrvalsdeildinni, þrjú ár þar sem hann á möguleika á að gera Liverpool að Englandsmeisturum á ný,“ sagði John Barnes, fyrrverandi leikmaður Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans
433Sport
Í gær

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Í gær

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni