fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Yfirgaf svæðið grátandi – Fékk skilaboð um að fjölskyldu hans væri ógnað í vopnuðu ráni

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. mars 2021 08:45

Angel Di Maria og Jóhann Berg Guðmundsson í leik Íslands og Argentínu á HM 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brotist var inn á heimili Angel Di Maria í París í gær þegar hann var að spila leik PSG og Nantes í frönsku úrvalsdeildinni. Vopnaðir menn ruddust inn á heimili fjölskyldunnar í París.

Di Maria var tekinn af velli eftir 62 mínútur í leiknum en Mauricio Pochettinho þjálfari liðsins labbaði með honum inn í klefa. Þar lét hann Di Maria vita af því að ráðist hafði verið á fjölskyldu hans. Skömmu áður hefði Leonardo yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG fengið símtal og hann kom skilaboðum áleiðis til Pochettinho sem tók Di Maria af velli.

Di Maria yfirgaf heimavöll PSG grátandi og brunaði heim til sín þar sem fjölskyldu hans hafði verið ógnað. Di Maria er giftur Jorgelina og saman eiga þau tvö ung börn.

Mennirnir sem brutust inn á heimili Di Maria héldu fólkinu þar og ógnuðu því. Enginn úr fjölskyldu Di Maria er slasaður eftir innbrotið. Fleiri innbrot voru gerð á fjölskyldu leikmanna PSG í gær því brotist var inn á heimili foreldra Marquinhos sem leikur með PSG.

Brotist var inn á heimili Di Maria árið 2015 þegar hann lék með Manchester United, eftir það vildi hann og eiginkona hans yfirgefa borgina. Þau óttuðust um líf sitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband

Tveir starfsmenn reknir fyrir þetta athæfi sitt í beinni útsendingu – Myndband
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“

Leikmaður United pirraður við stuðningsmann – „Sýnið einkalífi mínu smá virðingu“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans
433Sport
Í gær

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Í gær

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni