fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Alþjóðlegt kapphlaup um smíði skammtatölvu – Kínverjar segjast hafa náð miklum árangri

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. desember 2020 16:30

Ofurtölva Mynd:Argonne National Laboratory/Flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverskir vísindamenn segjast hafa smíðað skammtatölvu sem er vinnur miklu hraðar en ofurtölvur. Hún er sögð vinna 100 billjón sinnum hraðar. Ef þetta er rétt getur þetta haft mikil áhrif.

Það verður stórt skref og mikill sigur fyrir þann sem nær að þróa fyrstu nothæfu skammtatölvuna og því vinna stærstu ríki heims á efnahagssviðinu hörðum höndum að þróun slíkrar tölvu. Ef það tekst að þróa slíka tölvu verður hægt að framkvæma útreikninga miklu hraðar en er hægt í dag og það mun veita mikið forskot við allar rannsóknir og þróun.

Wired segir að kínverskir vísindamenn segist hafa náð tímamótaárangri við þróun skammtatölvu. Þessi áfangi láti heimsins öflugustu ofurtölvur líta út eins og heimilistölvu frá níunda áratugnum. Sé þetta sett í enn betra samhengi þá getur kínverska skammtatölvan leyst ákveðið reikningsdæmi á þremur mínútum en það myndi taka öflugustu ofurtölvu Kínverja, sem er sú þriðja öflugasta í heiminum núna, rúmlega tvo milljarða ára að leysa.

En það er enn langur vegur í að skammtatölvur verði almenningseign því það hefur reynst erfitt að fá þær til að virka. Fræðilega séð eiga þær að geta virkað en enn er langt í land með að það takist alveg.

En um leið og búið verður að þróa fyrstu starfhæfu skammtatölvuna mun það hafa mikla þýðingu fyrir nánast allt þar sem þarf að eiga við mikið af gögnum. Til dæmis verður hægt að þróa lyf miklu hraðar en nú og skammtatölvur munu leyst hvaða dulkóðun sem er á örskotsstundu.

Ekki er enn vitað hvað árangur Kínverja þýðir en eins og með aðrar skammtatölvur, sem virka, þá er starfsemi þeirra mjög afmörkuð og bara ákveðnir útreikningar sem þær geta framkvæmt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
Pressan
Í gær

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm