fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

„Af hverju má keppa í kontakt íþróttum en það má ekki leika leikrit?“

Auður Ösp
Föstudaginn 21. ágúst 2020 17:10

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Síðast þegar ég vissi var enginn í gjörgæslu. En allt útlit fyrir að við séum að safna skuldum á methraða, gjaldeyristekjur haldi áfram að hrynja, atvinnuleysi stefnir í nýjar hæðir, sem og heimilisofbeldi, ég veit af slatta af fólki sem hefur um langt árabil verið í góðum bata frá fíkn sem er að falla illa og hef meira að segja heyrt af nokkrum sjálfsvígum.“ Þetta ritar Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari og leikstjórií nýlegum pistli á facebook sem fengið hefur töluverðar undirtektir. Í færslunni setur hann spurningamerki við sóttvarnaraðgerðir íslenskra yfirvalda og forgangsröðun.

Guðmundur Ingi bendir á að sumar starfstéttir „sleppi“ mun betur en aðrar þegar kemur að samkomu og fjarlægðartakmörkunum. Hann spyr meðal annars hvers vegna  fólk megi fara í flugvél svo lengi sem það er með grímu, en það má ekki fara í leikhús eða á tónleika með grímu.

Af hverju má keppa í kontakt íþróttum en það má ekki leika leikrit? Ef yfirvöld hafa áhyggjur af því að áfengisneysla tengd viðburðahaldi geri fólk kærulaust, væri þá ekki vit að stoppa bara áfengissölu, en leyfa viðburðahald?

Lög og regla verða að meika sens og almenningur verður að minnsta kosti að hafa það á tilfinningunni að lög séu sanngjörn og eitt gangi yfir alla. Ef lög og regla meikar ekki sens og almenningur fær það á tilfinninguna að þau séu sett með einhverskonar sérhagsmuni að leiðarljósi, eða að ráðamenn þjóða séu að setja lög og reglur fyrir almúgann að fara eftir, sem ráðamenn ætla ekki að fara eftir sjálfir, þá hættir almúginn að hlusta og fara eftir þeim reglum sem settar eru.“

Þá bendir Guðmundur Ingi á að markmiðið með þessum sóttvarnaraðgerðum hljóti að eiga að vera það að tryggja að lífið og hagkerfið geti haldið áfram að virka með sem eðlilegustum hætti miðað við aðstæður, tryggja að heilbrigðiskerfið ráði við álagið og að þeir sem að það vilja geti varið sig fyrir hættunni á smiti. Hann spyr hvort aðgerðir ríkistjórnarinnar séu ekki snúast heldur illa í höndum þjóðarinnar. Fólk verði að fá að halda áfram að lifa lífinu þrátt fyrir veiruna.

 „Já það er áhætta að fara í flug og til útlanda og það gæti verið áhætta að sækja heim viðburð. en það verður líka áhætta að fara í skólann, taka strætó og fara í Bónus. Lífið verður að fá að halda áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fókus
Í gær

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn
Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“