fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Tómas Þór skilur ekki hæpið í kringum Brynjólf: „Aldrei séð annað eins“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. júní 2020 22:00

Tómas Þór í starfii sínu. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Þór Þórðarson fréttamaður og stjórnandi útvarpsþáttarins Fótbolti.net á X977 gefur lítið fyrir Brynjólf Andersen Willumsson framherja Breiðabliks. Mikið er látið með Brynjólf í aðdraganda Pepsi Max-deildarinnar. Margir spá því að Brynjólfur muni slá í gegn.

Tómas Þór er efins um að Brynjólfur hafi það sem til þarf og skilur ekki hvers vegna svona margir tala hann upp.

„Hann var það ömurlegur í þessum Breiðablik – Valur leik að ég hef aldrei séð annað eins, það er verið að treysta honum fyrir tíunni í þessu liði og hann gat minna en ekki neitt,“ sagði Tómas Þór í útvarpsþættinum Fótbolta.net á X-inu 977 í gær.

Brynjólfur lét hafa það eftir sér um daginn að hann væri ekki einhver dýfukóngur eins og margir væru að ræða. „Svo fór ég á Valur – Breiðablik og hann stóð ekki í fæturnar, hann var að bíta gervigras allan leikinn.“

„Hann gat ekki neitt, hann var pirraður og fékk heimskulegt gult spjald fyrir að sparka boltanum í burtu í æfingaleik. Er þessi gæi ekki á topp tíu yfir mest keyptu leikmennina í Draumaliðsdeildinni? Byggt á hverju er það? Það er rosalega leiðinlegt að tala niður unga leikmenn, en ég skil ekki hæpið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

U21 árs landsliðið í fullu fjöri á morgun

U21 árs landsliðið í fullu fjöri á morgun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tjáir sig í fyrsta skipti eftir að öryggisvörður tók hann hálstaki um helgina

Tjáir sig í fyrsta skipti eftir að öryggisvörður tók hann hálstaki um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Í gær

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United
433Sport
Í gær

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham