Bjarni Þór Viðarsson er í léttu og skemmtilegu spjalli við Jóhann Skúla í Draumaliðinu, þar velur hann sína bestu samherja af ferlinum.
Bjarni Þór átti farsælan feril i atvinnumennsku en kom heim 2015 og gekk í raðir FH, Bjarni var mikið meiddur og lagði skóna á hilluna árið 2018, þá þrítugur.
Frá 2008 til 2010 lék Bjarni með Roeselare i Belgíu og lék undir stjórn Dennis van Wijk sem hafði gaman af því að lesa yfir fólki. Með Bjarna í Roeselare var Hólmar Örn Eyjólfsson og hann fékk að finna fyrir frá Van Wijk.
„Hólmar stóð sig vel þar, Þegar menn gerðu hlutina ekki rétt og þá lét Dennis van Wijk menn vita. Hann tók Hólmar mikið fyrir á morgnana á fundum, Hólmar mætti stundum of seint og ósofinn. Ungur maður að læra,“ sagði Bjarni.
Colins John fyrrum framherji í ensku úrvalsdeildinni var í vandræðum með fjármálin þegar hann kom til Roselare og þjálfarinn lét hann vita af því reglulega.
„Colins John, var stórskuldugur við skattinn á Englandi. Hann var alltaf að minna hann á þessa skulda fyrir framan alla aðra, „1 million pounds Colins“,“ sagði Bjarni þegar hann rifjaði upp þennan tíma.