Emre Can, liðsfélagi Jadon Sancho segir að hann verði að fara taka ábyrgð á eigin hegðun og hætta að kenna öðrum um.
Sancho var sektaður um 1,3 milljón króna fyrir að fara í klippingu í síðustu viku. Sancho birti mynd af sér þar sem ekki varið farið eftir reglum.
„Við vitum að hann þarf að vera með meiri aga, hann veit það líka sjálfur,“ sagði Can.
„Hann verður að vera klárari og þroskast hratt, hann getur ekki verið að gera svona mistök. Það þarf að leiða Jadon á rétta braut, hann er frábær strákur og er ekki að gera svona hluti viljandi.“
Can segir að Sancho verði að treysta á sjálfan sig frekar en annað fólk en Sancho er sterklega orðaður við Manchester United.