fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fréttir

Inga Sæland fordæmir Þórhall miðil

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 7. júní 2020 17:40

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við vitum um fleiri fórnarlömb sem áttu það sameiginlegt að hafa misst foreldri sitt og þessi níðingur nýtti sér sorg þeirra til að svala afbrigðilegum fýsnum sínum,“ segir Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, í gífurlega harðorðri, opinni færslu á Facebook.

Á föstudag var 18 mánaða fangelsisdómur yfir Þórhalli Guðmundssyni, sem vanalega er kallaður Þórhallur miðill, staðfestur í Landsrétti.

Í færslunni ber Inga sakir á Þórhall um fleiri kynferðisbrot en það sem hann var dæmdur fyrir.

Þórhallur var sakfelldur fyrir að hafa fróað tvítugum manni án hans samþykkis á nuddbekk en Þórhallur hefur einnig starfað sem nuddari. Þekktastur er hann fyrir skyggnilýsingafundi og önnur miðilsstörf, meðal annars í gegnum útvarp.

„Er ákærða gefin að sök nauðgun með því að hafa í umrætt sinn fróað brotaþola án hans samþykkis, með því að beita hann ólögmætri nauðung  og  þannig misnotað  sér  það  traust  sem  brotaþoli  bar  til  hans  sem heilara  er  hann  lá  nakinn  á nuddbekk hjá ákærða,“ segir meðal annars í dómnum. Þórhallur var einnig dæmdur til að greiða manninum 800.000 krónur í miskabætur.

„Loksins, loksins hefur það verið viðurkennt opinberlega hvaða mann þessi svo kallaði „miðill“ hefur að geyma,“ segir Inga í færslu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum starfsmaður Trump varar hann eindregið við

Fyrrum starfsmaður Trump varar hann eindregið við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gufunesmálið: Matthías neitar sök en harmar að hafa dregist inn í atburðarásina – Biður fjölskyldu Hjörleifs afsökunar

Gufunesmálið: Matthías neitar sök en harmar að hafa dregist inn í atburðarásina – Biður fjölskyldu Hjörleifs afsökunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun

Svona verður veðrið í Reykjavík á Gleðigöngunni á morgun