fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Koníaksflaska frá 1762 seld fyrir metfé

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 1. júní 2020 21:30

Grand Frere. Mynd:Sotheby's

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku seldist flaska af koníaki frá 1762 fyrir metfé á uppboði hjá Sotheby‘s. Fyrir flöskuna fengust sem svarar til um tuttugu milljóna íslenskra króna. Auk þess að slá metið hvað varðar upphæðina þá sló flaskan annað met því aldrei fyrr hefur svo gamalt koníak verið selt á uppboði.

Flaskan er ein þriggja, sem enn eru til í heiminum, af framleiðslu Maison Gautiers frá 1762. Jonny Fowle, sérfræðingur Sotheby‘s í vínum, segir að flaskan innihaldi ekki aðeins frábært koníak heldur sé hún einnig mikilvægur hluti af sögu koníaks.

Hann segist sannfærður um að þrátt fyrir að koníakið sé komið nokkuð til ára sinna sé það drykkjarhæft og hafi haldið „karakter“ sínum í öll þessi ár.

Eins og fyrr sagði er þetta ein af þremur flöskum sem eftir eru af þessari framleiðslu. Þessi flaska gengur undir heitinu „Grand Frere“ (stóri bróðir) en hinar tvær ganga undir heitunum litla systir og litli bróðir. Sú fyrrnefnda er á Gautier-safninu í Aigre í Frakklandi en hin var seld á uppboði í New York 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 5 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum