Forráðamenn Tottenham eru ekki sáttir með Jose Mourinho, eftir að hann sást með leikmönnum félagsins á æfingu í gær.
Mourinho hitti nokkra leikmenn félagsins í almenningsgarði og er það bannað, útgöngubann er á Englandi.
Mourinho hitti Davinson Sanchez, Ryan Sessegnon, Tanguy Ndombele í garðinum og lét þá æfa.
Möguleiki er á því að Mourinho fái sekt fyrir þessa hegðun sína.
Myndir af þessu má sjá hér að neðan.