fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Aron opnar sig um slæma andlega heilsu: Þakkar kærustunni fyrir – „Aldrei of seint að biðja um hjálp“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 10. febrúar 2020 09:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Jóhannsson, framherj Hammarby segir að það hafi reynst sér ansi erfitt að ganga í gegnum langvarandi meiðsli. Aron sem leikur fyrir landslið Bandaríkjanna spilar í dag í Svíþjóð.

Hann var áður hjá Werder Bremen í Þýskalandi þar sem hann komst aldrei í takt, alvarleg meiðsli í ökkla gerðu draum hans þar að engu.

,,Í Bremen var sálfræðingur hjá liðinu og í hvert sinn sem hann spurði mig um hvernig mér liði, þá sagðist ég bara vera góður. Ég vildi ekki ræða þetta, ég vildi ekki sýna veikleikamerki, ég þurfti virkilega á hjálpa að halda. Þetta er rangt viðhorf,“ sagði Aron.

,,Það var erfitt að eiga við þetta, ég var lengi meiddur. Þegar ég kom til Hammarby þá gerði ég miklar væntingar til mín, ég gat ekki skilað því. Ég var ekki í góðu formi, ég var lengi meiddur. Ég hafði æft í tvær vikur en liðið var á miðju tímabili. Það var erfitt að finna taktinn, ég var andlega ekki tilbúinn. Þetta var virkilega erfitt.“

,,Ég hef lært það að það er aldrei of seint að biðja um hjálp, ég hefði gert allt öðruvísi hluti ef ég hefði fengið leiðsögn. Í hvert skipti sem ég meiddi mig í ökklanum, þá fór ég til sjúkraþjálfara. Þegar mér leið illa, var veikur andlega. Þá hélt ég því fyrir mig, það varð á endanum of mikið. Sem betur fer á ég góða og sterka kærustu, hún sagði mér að tala við einhvern.“

Aron var það langt niðri að hann hefur ítrekað íhugað að hætta. ,,Ég ætlaði að hætta bæði fyrir og eftir að ég kom til Hammarby, þetta var mjög erfitt. Þegar sársaukinn var of mikill, þá íhugaði ég að hætta.“

Aron kveðst betri í dag en hættir ekki að leita sér hjálpar. ,,Þetta er ekki eins og að setja plástur, það er ekki stórt vandamál í dag. Ég held að það sé gott að ræða við aðila og geri það enn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl