fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Danskt efnahagslíf í blóma en metfjöldi gjaldþrota

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 08:00

Krónurnar streymdu yfir Eyrarsund.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danskt efnahagslíf hefur verið í miklum blóma á undanförnum misserum og sjaldan eða aldrei hefur atvinnuástandið verið jafn gott og núna. En ef litið er á tölur yfir gjaldþrot fyrirtækja má sjá að ekki gengur allt eins vel. Á síðasta ári urðu 8.520 fyrirtæki gjaldþrota og hafa gjaldþrotin aldrei verið fleiri.

Þetta kemur fram í skýrslu frá greiningarfyrirtækinu Experian. Aukningin nemur 19 prósentum miðað við 2018 og 35 prósentum miðað við 2017.

Jótlandspósturinn hefur eftir Bo Rasmussen, hjá Experian, að sú hugsun læðist að, þegar svona háar tölur sjást, að eitthvað sé að gerast í efnahagslífinu. Að hugsanlega sé að draga úr þeim mikla hagvexti sem verið hefur undanfarin misseri.

Á bak við þessar tölur leynast ýmis atriði sem geta skýrt af hverju þróunin var svona neikvæð á síðasta ári. Í apríl samþykkti þingið að breyta lögum um svokölluð frumkvöðlafyrirtæki. Var þá ekki lengur hægt að stofna slík fyrirtæki en þau var hægt að stofna með aðeins 1 krónu í hlutafé. Samkvæmt lögunum varð einnig að breyta öllum starfandi frumkvöðlafyrirtækjum í hlutafélög fyrir apríl á næsta ári, að öðrum kosti yrðu þau leyst upp. Mun meira hlutafé þarf í slík fyrirtæki.

Experian segir að um 40 prósent af gjaldþrotum síðasta árs séu tilkomin vegna frumkvöðlafyrirtækja og það skekki myndina því töluvert. Ekki sé því um að ræða að efnahagur landsins sé að leggjast á hliðina eða neitt slíkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks