fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Júlían valinn íþróttamaður ársins – Martin og Sara ofarlega

433
Laugardaginn 28. desember 2019 20:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kraftlyftingamaðurinn Júlían J.K Jóhannsson er íþróttamaður ársins fyrir árið 2019 en þetta var staðfest í kvöld.

Júlían átti frábært ár í sinni íþrótt en hann hafnaði í þriðja sæti heimsmeistaramótsins í kraftlyftingum í nóvember.

Einnig náði Júlían öðru sæti á Evrópumeistaramótinu í sumar og átti því virkilega gott ár.

Martin Hermannsson, körfuboltamaður og Sara Björk Gunnarsdóttir voru í öðru og þriðja sætinu í valinu.

Martin er 25 ára gamall körfuboltamaður en hann spilar með Alba Berlin í Þýskalandi.

Þar hefur Martin spilað síðan 2018 en hann er uppalinn í KR og spilaði með liðinu við góðan orðstír áður en atvinnumennskan kallaði.

Martin er einnig einn allra mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðsins og átti besta árið að mati samtaka íþróttafréttamanna.

Sara Björk leikur með Wolfsburg í Þýskalandi og átti mjög gott knattspyrnuár.

Knattspyrnukonan er 29 ára gömul en hún á að baki 130 landsleiki fyrir Ísland og hefur skorað í þeim 20 mörk.

Sara fagnaði sigri með Wolfsburg í bæði deild og bikar á þessu ári en liðið er eitt það sterkasta í Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United staðfestir brottförina

United staðfestir brottförina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

City hafi skoðað að sækja manninn sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi

City hafi skoðað að sækja manninn sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu