fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Júlían valinn íþróttamaður ársins – Martin og Sara ofarlega

433
Laugardaginn 28. desember 2019 20:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kraftlyftingamaðurinn Júlían J.K Jóhannsson er íþróttamaður ársins fyrir árið 2019 en þetta var staðfest í kvöld.

Júlían átti frábært ár í sinni íþrótt en hann hafnaði í þriðja sæti heimsmeistaramótsins í kraftlyftingum í nóvember.

Einnig náði Júlían öðru sæti á Evrópumeistaramótinu í sumar og átti því virkilega gott ár.

Martin Hermannsson, körfuboltamaður og Sara Björk Gunnarsdóttir voru í öðru og þriðja sætinu í valinu.

Martin er 25 ára gamall körfuboltamaður en hann spilar með Alba Berlin í Þýskalandi.

Þar hefur Martin spilað síðan 2018 en hann er uppalinn í KR og spilaði með liðinu við góðan orðstír áður en atvinnumennskan kallaði.

Martin er einnig einn allra mikilvægasti leikmaður íslenska landsliðsins og átti besta árið að mati samtaka íþróttafréttamanna.

Sara Björk leikur með Wolfsburg í Þýskalandi og átti mjög gott knattspyrnuár.

Knattspyrnukonan er 29 ára gömul en hún á að baki 130 landsleiki fyrir Ísland og hefur skorað í þeim 20 mörk.

Sara fagnaði sigri með Wolfsburg í bæði deild og bikar á þessu ári en liðið er eitt það sterkasta í Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast

Segir stuðningsmönnum að ekkert sé að óttast
433Sport
Í gær

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka

Arteta tjáir sig um viðræður við Bukayo Saka
433Sport
Í gær

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans

Amorim tjáir sig um Sesko og vandræði hans
433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Fyrir 2 dögum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár