fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Paradísarríkið sem glímir við ógurlegan heróínvanda

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 22. nóvember 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kóralrif, hvítar strendur, fagurblár sjórinn og fullkomið hitabeltisloftslag. Seychelles-eyjar í Indlandshafi er staður sem að mörgu leyti mætti líkja við paradís á jörð. Lífið er þó enginn draumur hjá mörgum íbúum því margir eru háðir að heróíni.

Breska ríkisútvarpið, BBC, fjallaði um þetta.

Íbúar á Seychelles-eyjum, sem eru um 1.600 kílómetra austan við meginland Afríku, eru um 96 þúsund talsins. Talið er að fimm til sex þúsund íbúar glími við heróínfíkn en það samsvarar tíu prósentum af þeim sem eru á vinnumarkaði. Hvergi í heiminum er talið að heróínvandi sé hlutfallslega meiri en á Seychelles-eyjum.

Í skýrslu sem yfirvöld gáfu út nýlega kom fram að flestir þeirra sem ánetjast heróíni séu ungir og ómenntaðir karlmenn. Seychelles-eyjaklasinn samanstendur af 115 eyjum sem gerir yfirvöldum erfitt um vik að haldleggja efni sem smyglað er til eyjanna.

Á síðasta ári breyttu yfirvöld um stefnu með það að markmiði að fækka fíklum. Í stað þess að taka upp harðari refsingar gegn fíkniefnaneytendum fóru yfirvöld að líta á vandann sem heilbrigðisvandamál. Býðst heróínneytendum nú að fá meþadón með það að marki að hætta notkun heróíns. Þá býðst öðrum skaðaminnkunarúrræði, en þá fær fólk hreinar sprautur og getur notað efnin undir haldleiðslu heilbrigðisstarfsfólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt