fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að ræna 1.200 krónum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. nóvember 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt 1. september síðastliðinn voru tveir karlar um tvítugt og unnusta annars á leið heim úr miðbæ Randers í Danmörku eftir næturskemmtun. Skyndilega réðust tveir menn á þau á grimmdarlegan hátt. Árásarmennirnir, sem eru 17 ára, lömdu og spörkuðu í fólkið og linntu ekki látum fyrr en þeir höfðu náð öllum peningum þeirra af þeim en það voru 63 danskar krónur í heildina en það svarar til um 1.200 íslenskra króna.

Eitt fórnarlambið var slegið í andlitið og hrint í götuna en hitt fékk hnefahögg í andlitið og var ógnað með glerflösku. Árásarmennirnir náðust og hlutu nýlega dóm fyrir málið. Lögreglan fann þá fljótlega eftir árásina og voru þeir þá með 11 krónur á sér.

Þeir voru báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi. Annar mannanna er tyrkneskur ríkisborgari og var honum einnig vísað úr landi og má ekki koma til Danmerkur næstu sex árin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Í gær

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari