Keypti íbúð af atvinnumanni í knattspyrnu
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Auðunn Blöndal
934.070 kr. á mánuði
Skemmtikrafturinn og fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal var í stóru hlutverki hjá 365 miðlum í fyrra eins og endranær. Auk útvarpsþáttarins vinsæla FM95BLÖ hefur Auðunn stigið á svið í sjónvarpsþáttunum Asíski draumurinn, Steypustöðin og Satt eða logið. Þá hefur hann verið vinsæll veislustjóri um árabil.
Í lok síðasta árs söðlaði Auðunn um og seldi glæsilega jarðhæð sem hann átti á Súlunesi á Arnarnesinu. Íbúðin fór á 55 milljónir króna sem Auðunn nýtti til þess að kaupa fallega íbúð af Kjartani Henry Finnbogasyni í Ánalandi í Fossvogi. Afhendadagur eignarinnar er 1.júlí 2017 en Auðunn pungaði út 66 milljónum króna fyrir eignina.