fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Túristar fangelsaðir í Íran – Sérfræðingur varar við ferðum þangað

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. september 2019 15:30

Íranski byltingarvörðurinn er Bandaríkjunum þyrnir í augum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Írönsk yfirvöld fylgjast vel með þeim vestrænu ferðamönnum sem heimsækja landið af ótta við að þeir séu komnir til að njósna. Staða þessara mála er breytileg frá einum tíma til annars því utanaðkomandi áhrif koma við sögu og þessi misserin eru írönsk stjórnvöld sérstaklega á tánum vegna erfiðleika í samskiptum þeirra við umheiminn.

Ali Rhigh-Aghsan, doktor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í málefnum Íran, sagði í samtali við Ekstra Bladet að af þessum sökum ætti fólk að forðast að ferðast til Íran. Erfitt sé að segja til um hvað þurfi til að yfirvöld ákveði að handtaka ferðamenn.

Nú sitja tveir ástralskir ferðamenn, karl og kona, í fangelsi í Íran grunuð um njósnir og hafa setið þar mánuðum saman. Þau tóku dróna með sér til landsins til að nota við myndatökur og það er ekki skynsamlegt að mati Aghsan því herinn og leyniþjónustan fylgist með öllu sem ferðamenn gera og líði ekki notkun dróna.

Hann sagði að njósnir séu í hæsta forgangi hjá írönskum yfirvöldum og að þar sé litið á alla frá Vesturlöndum sem óvini og því sé fylgst vel með þeim. Hann sagði einnig að írönsk stjórnvöld hafi áratugum saman stundað það að fangelsa útlendinga til að tryggja samningsstöðu í framtíðarviðræðum við erlend ríki. Með tilliti til stöðunnar í Íran sagðist hann ráðleggja fólki að fara ekki þangað, það sé of hættulegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 4 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári