Anna Sigurlaug Pálsdóttir
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Anna Sigurlaug Pálsdóttir
0 kr. á mánuði
Anna Sigurlaug Pálsdóttir er eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra Íslands. Anna Sigurlaug er jafnframt einn yngsti milljarðamæringurinn á Íslandi. Anna Sigurlaug er dóttir Páls Samúelssonar, fyrrverandi eiganda Toyota-umboðsins á Íslandi. Anna á um það bil 1.200 milljónir króna í aflandsfélaginu Wintris sem er vistað á Bresku Jómfrúaeyjunum. Mun þar um að ræða fyrirframgreiddan arf frá föður hennar sem er enn á lífi. Anna og og Sigmundur eiga saman dótturina Sigríði Elínu sem er fædd árið 2012.