Herdís Dröfn Fjeldsted, Framtakssjóði Íslands
Líkt og síðustu ár gefur DV út veglegt tekjublað með upplýsingum um tekjur ríflega 2400 Íslendinga sem eru byggðar á greiddu útsvari viðkomandi samkvæmt álagningarskrám Ríkisskattstjóra.
Herdís Dröfn Fjeldsted
4.396.745 kr. á mánuði
Herdís Dröfn Fjeldsted tók við stjórnartaumum í Framtakssjóði Íslands árið 2014 eftir að hafa starfað hjá sjóðnum síðan 2010. Nýlega var greint frá því að Herdís hefði fengið 20 milljóna króna bónusgreiðslu á síðasta ári. Ástæða greiðslunnar var samningur sem Herdís gerði við vinnuveitendur sína árið 2013 sem var á þá leið að ef hún væri enn starfandi hjá sjóðnum árið 2016 hlyti hún bónusinn veglega. Féll greiðslan í grýttan jarðveg í samfélaginu.
Þá vakti það athygli nýverið þegar Herdís sagði sig úr stjórn VÍS eftir að hafa verið svipt formennsku í stjórn félagsins.