fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Frábær hugmynd eða bara klikkun? Vilja nota jörðina sem risastóran stjörnusjónauka

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 07:02

Hverju komu Kínverjar fyrir á braut um jörðina? Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnufræðingar fá líklegast aldrei nóg enda af nógu að taka við rannsóknir á óravíddum alheimsins. Þá dreymir sífellt um stærri og betri sjónauka sem sjá lengra en nokkru sinni. En eftir því sem sjónaukarnir verða stærri, þeim mun erfiðara og dýrara er að byggja þá. Það bætir heldur ekki úr skák að gufuhvolf jarðarinnar er víðast til þess fallið að draga úr gagnsemi sjónaukanna. Af þeim sökum er reynt að koma þeim fyrir í mikilli hæð þar sem gufuhvolfið er þynnra.

David Kipping, lektor í stjörnufræði og stjarneðlisfræði við Columbia háskólann, hefur nú sett fram nýja hugmynd um hvernig er hægt að fá stærri sjónauka en nokkru sinni áður án þess að þurfa að byggja risastóra sjónauka með tilheyrandi speglum. Hann vill nota jörðina og gufuhvolfið sem linsu til að sjá lengra út í geiminn en við höfum nokkru sinni getað. Sjónauki af þessari stærðargráðu myndi opna nýjar víddir í upplýsingaöflun og rannsóknum sagði hann í samtali við Danska ríkisútvarpið. Hann sagði hugsanlegt að sjá hitaútgeislun frá menningarheimum á fjarlægum plánetum.

Vandamálið með stóra sjónauka eru speglarnir sem eru notaði í þá. Eftir því sem þeir verða stærri er erfiðara að láta þá halda nákvæmu lagi sínu og hreinleika sem þeir þurfa að hafa til að geta endurkastað ljósi með þeirri miklu nákvæmni sem krafist er. Af þessum sökum hækkar kostnaðurinn með hverjum metra sem er bætt við ummál speglanna.

En ekki eru allir vissir um að hægt sé að láta hugmynd Kipping verða að veruleika en hann er sjálfur nokkuð bjartsýnn. Á vef Danska ríkisútvarpsins er hægt að lesa meira um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Í gær

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari