fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Fundu kafbát sem hvarf á dularfullan hátt fyrir 51 ári

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. júlí 2019 07:00

Minerve. Mynd:Ebay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í gær að leitarskipið Seabed Constructor hefði fundið franskan kafbát, Minerve, sem hvarf á dularfullan hátt í Miðjarðarhafi fyrir 51 ári. Florence Parly, varnarmálaráðherra, sagði þetta stóran áfanga, létti og tæknilegt afrek.

Kafbáturinn hvarf þann 17. janúar 1968 nærri höfninni í Toulon. 52 voru í áhöfn. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að finna kafbátinn tókst það ekki fyrr en nú. Í ársbyrjun tilkynnti Parly að ný leit yrði gerð að kafbátnum og yrði nýjasta tækni notuð við hana. Ákvörðunin var tekin eftir mikinn þrýsting frá ættingjum áhafnarmeðlima.

Það var áhöfn Seabed Constructor, sem er í eigu Ocean Infinity, sem fann kafbátinn í 45 kílómetra fjarlægð frá Toulon og liggur hann á 2.370 metra dýpi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“