fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Hann fannst látinn á ströndinni: 10 árum síðar veit enginn hver hann var eða hvaðan hann kom

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 25. júní 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíu ár eru nú liðin frá einu dularfyllsta máli sem írska lögreglan hefur fengist við. Í júní 2009 fannst maður, sem kallaði sig Peter Bergmann, látinn á ströndinni við hafnarbæinn Sligo.

Síðar kom á daginn að nafnið Peter Bergmann var ekki hans rétta nafn. Þrátt fyrir ítarlega rannsókn lögreglu hefur enginn stigið fram og borið kennsl á þennan dularfulla mann sem sýndi býsna einkennilega hegðun dagana fyrir andlát sitt. Irish Times fór í saumana á málinu á dögunum.

Talaði með þýskum hreim

Svo virðist vera sem maðurinn hafi gert sér ferð til Sligo í norðvesturhluta Írlands á þann 12. júní árið 2009. Ekki er vitað hver tilgangur heimsóknar hans til Sligo var en hann tók hótelherbergi á leigu á Sligo City Hotel og notaði til þess nafnið Peter Bergmann.

Peter Bergmann dvaldi á hótelinu og sagði starfsfólk að hann hafi virkað rólegur og yfirvegaður og talað með sterkum þýskum hreim. Þegar Bergmann fannst svo látinn, allsnakinn, á ströndinni þann 16. júní reyndi lögregla að varpa ljósi á það hvað hann hafðist við dagana fyrir andlátið.

Alltaf með fjólubláan plastpoka með sér

Lögregla fór meðal annars yfir eftirlitsmyndavélar af hótelinu og nágrenni þess. Hann sást yfirgefa hótelherbergi sitt alls þrettán sinnum og í öll skiptin var hann með fjólubláan plastpoka meðferðis. Af myndum að dæma var pokinn fullur af einhverju en þegar hann sneri til baka var hann tómur. Hann sást aldrei losa sig við eitt né neitt og virðist hafa markvisst reynt að forðast eftirlitsmyndavélar fyrir utan sjálft hótelið.

Þá sást hann aldrei nota síma, hvorki farsíma né síma á hótelinu. Hann keypti tíu frímerki í Sligo en virðist þó ekki hafa sent nein bréf frá sér, hvorki frá pósthúsi bæjarins eða með því að setja bréfin í póstkassa. Bergmann, sem var á sjötugsaldri, virðist hafa haft áhuga á að sjósundi því leigubílstjóri í bænum steig fram og sagðist hafa rætt við hann kvöld eitt. Þá hafi maðurinn, Bergmann, spurt hann út í hentuga staði til sjósunds. Þá sáu vitni hann á ströndinni á kvöldin þar sem hann gekk meðfram sjónum, berfættur.

Fékk hjartaáfall

Það var svo að morgni 16. júní 2009 að vegfarandi sem var í göngutúr á ströndinni gekk fram á lík hans á grúfu í sandinum. Lögregla taldi í fyrstu að hann hefði drukknað en krufning leiddi í ljós að hann hafði fengið hjartaáfall. Þá leiddi krufningin í ljós að hann var með krabbamein í blöðruhálskirtli.

„Það væri auðvelt að draga þá ályktun að hann hafi verið fyrrverandi hermaður eða einhverskonar lögreglumaður,“ segir íbúi í bænum í samtali við Irish Times. Sannleikurinn er þó sá að lögregla er engu nær um hver hann var, hvers vegna hann notaði ekki sitt rétta nafn eða hvaðan hann kom. Þá vekur það ekki síður spurningar að enginn hafi stigið fram og borið kennsl á manninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks