fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Fyrsta dauðsfallið af völdum of stórs skammts af marijúana? Sérfræðingar eru ekki sannfærðir

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. júní 2019 17:00

Kannabisplöntur í rætkun. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að kona frá Louisiana í Bandaríkjunum sé fyrsta manneskjan sem hefur látið lífið af völdum of stórs skammts af marijúana svo vitað sé til. En það eru ekki allir sérfræðingar vissir um að dánarorsök hennar hafi verið of stór skammtur.

Konan var 39 ára þegar hún lést. Lík hennar fannst í febrúar í stól á heimili hennar. New York Post skýrir frá þessu. Krufning leiddi í ljós að líffæri hennar voru í góðu lagi, að hún var ekki með neinn sjúkdóm og að engin merki voru um mikið magn af alkóhóli eða öðrum fíkniefnum í líkama hennar nema hvað mikið magn af THC, virka efninu í marijúana, var í líkama hennar.

„Það virðist sem þetta mikla magn THC hafi valdið dauða hennar. Krufningin leiddi ekkert annað í ljós.“

Sagði Chisty Montegut, dánardómsstjóri, í samtali við New Orleans Advocata. Hún sagði að  THC valdi því að líkamsstarfsemi neytenda breytist og það geti valdið örum hjartslætti, miklum ótta og að lokum hjartaáfalli.

Unnusti hinnar látnu sagði lögreglunni að hún hafi notað rafrettu með kannabisolíu. Magn THC í blóði hennar var 15 sinnum meira en vænta mátti og því var niðurstaða krufningarinnar að ofneysla THC hafi orðið henni að bana.

Montegut sagði að til að jákvæð svörun fáist við marijúana í eiturefnaprófi verði magn þess að vera hærra en 0,5 nanógrömm í hverjum millilítra blóðs. Í konunni mældist magnið 8,4 nanógrömm.

Bernard Le Foll, prófessor og sérfræðingur í málefnum fíkniefnaneytenda við Toronto háskóla, segir „mjög ólíklegt“ að konan hafi látist af völdum ofneyslu á THC. Hann segir að magnið, sem mældist í blóði hennar, sé ekki sérstaklega mikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru