fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Unglingsstúlkur heyrðu öskur frá skóginum – „Þetta hljómar ekki eins og dýr“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. júní 2019 07:01

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudagskvöldið heyrðu þrjár unglingsstúlkur, systur, undarleg hljóð og öskur berast frá skógi nærri heimili þeirra í Forsyth County í Georgíuríki í Bandaríkjunum.

„Við sóttum vasaljósin okkar og gengum um skóginn og hugsuðum allar með okkur: „Þetta hljómar ekki eins og dýr“.

Sagði ein þeirra, Kayla Ragatz, í samtali við WSB TV.

Systurnar sóttu síðan föður sinn, Alan Ragatz, og sögðu honum frá þessum dularfullu hljóðum og öskrum en stúlkurnar töldu þetta geta borist frá barni. Hann kom þeim til aðstoðar við leitina og fann nýfædda stúlku í plastpoka ekki fjarri heimili hans.

Alan segist sjálfur hafa verið fullur efasemda í upphafi og hafi talið að hljóðin bærust frá þvottabirni eða dádýri. En þegar hann heyrði þau sjálfur hafi tvær grímur runnið á hann. Ásamt dætrunum náði hann að staðsetja hljóðin í laufhrúgu. Þegar þau nálguðust hrúguna urðu þau sannfærð um að það væri barn sem öskraði.

„Við beygðum okkur niður og fundum lítið barn í plastpoka. Við hringdum síðan í neyðarlínuna. Litla stúlkan var á lífi. Hún grét og öskraði. Það vissi á gott.“

Sagði Alan.

India litla. Mynd:Forsyth County Police

Talið er að stúlkan hafi verið nokkurra klukkustunda gömul þegar hún fannst en hluti naflastrengsins var enn fastur við hana.

Lögreglan reynir nú að hafa uppi á móður hennar og hefur óskað eftir upplýsingum frá almenningi.

Stúlkan var strax flutt á sjúkrahús og hefur hún það gott. Hún hefur hlotið nafnið India.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við kínverskri leyniaðgerð

Varar við kínverskri leyniaðgerð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs