fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Guðni Bergsson ósáttur og finnst lítið gert úr starfsfólki sínu: „Á lágu plani í sinni umfjöllun“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 27. maí 2019 16:47

Guðni Bergsson er fyrrum formaður KSÍ og býður sig nú fram að nýju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Bergsson, formaður KSÍ er ósáttur með umfjöllun Fótbolta.net og hvernig þessi öflugi miðill fjallar um málefni Björgvin Stefánssonar, framherja KR í dag. Þar er rætt um rasísk ummæli Björgvin og hvaða niðurstaða aga og úrskurðarnefnd kemur með í hans máli.

Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson ræddu málið í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardag, þá umræðu gagnrýnir Guðni. Mál Björgvins var rætt í samhengi við atvik sem upp kom í vetur. Frétt um umræðuna birtist svo í dag.

Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar fékk þá rautt spjald fyrir fordóma í garð Ingólfs Sigurðssonar, leikmanns Leiknis. Aga og úrskurðarnefnd KSÍ, gerði ekkert í því máli. Ástæðan var að skýrsla dómara gaf ekki tilefni til þess.

Björgvin lét sín rasísku ummæli falla í útsendingu á leik Hauka og Þróttar, þar með er enginn skýrsla dómara

„Það gerir það að verkum að aganefndin getur ekkert gert. Topparnir hjá KSÍ klikka, þeir sem eiga að bregðast við og eiga að vernda ímynd fótboltans,“ sagði Elvar Geir um málið í Fótbolta.net þættinum.

„Þeir koma sér í hræðilega stöðu,“ sagði Tómas Þór. „Þú getur ímyndað hvað þeir klúðruðu þessu með miklum stæl. ‘Reynum að gera ekkert í þessu og vonum að það geri enginn neitt af sér í sumar þannig að þetta gleymist’.“

„Þetta er drulla á skrifstofu KSÍ,“ sagði Elvar Geir þá og þau ummæli fara ekki vel í formann KSÍ.

,,“Drulla á skrifstofu KSÍ”. Fótbolti.net á lágu plani í sinni umfjöllun í dag. Mættu kynna sér betur málsmeðferðarreglur og sjálfstæði aganefndar áður en að þeir gera lítið úr starfsfólki KSÍ,“ skrifar Guðni á Twitter í dag.

Aga og úrskurðarnefnd KSÍ mun fjalla um mál Björgvins á morgun og búast má við úrskurði í mál hans þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar