fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Óvenjulegar aðgerðir til að koma í veg fyrir lokun grunnskóla – Skráði sauðfé í skólann

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 12. maí 2019 21:00

Kindurnar á leið í skóla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtán kindur hafa verið skráðar til náms í grunnskólanum í Jules-Ferry, sem er við fætur Frönsku Alpanna, en tæplega 4.000 manns búa í bænum. Þar eins og víðar í dreifbýli fækkar fólki og þar með börnum. Þetta þýðir að rætt hefur verið um að fækka kennslustundum í skólanum og jafnvel loka honum á endanum.

261 barn er í skólanum og nú eru 15 kindur komnar í hópinn. Þetta er auðvitað táknræn aðgerð sem er aðallega ætlað að vekja athygli á slæmri stöðu skólans. Michel Girerd, fjárbóndi, skráði kindurnar í skólann og mætti með þær til innskráningar og naut aðstoðar fjárhunda sinna við að hafa stjórn á hópnum.

Sky segir að faðir eins skólabarnsins hafi sagt Le Parisien að því miður gengi menntakerfið í Frakklandi aðeins út á tölur og því væri vonast til að þessi aukning í nemendafjölda muni bæta stöðu skólans.

11 bekkir eru í skólanum en hugmyndir hafa verið uppi um að fækka þeim í 10. Það hefur í för með sér að meðalfjöldi í hverjum bekk hækkar úr 24 í 26. Ef svo fer þá verður fjöldinn í hverjum bekk meiri en það viðmið sem Emmanuel Macron, forseti, hefur sett fram í menntastefnu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Í gær

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari