fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

FBI varar við vopnaðri og stórhættulegri 18 ára konu – Er heltekin af fjöldamorðinu í Columbine

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 05:59

Sol Pais. Mynd: FBI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska alríkislögreglan FBI er nú með mikinn viðbúnað í Colorado og það sama á við um lögreglulið í ríkinu. Á laugardaginn verða 20 ár liðin frá fjöldamorðinu í Columbine High School þar sem 12 nemendur og 1 kennari voru skotnir til bana af tveimur nemendum áður en þeir tóku eigin líf. 24 nemendur til viðbótar særðust. FBI hefur sent út aðvörun og varar við Sol Pais, 18 ára, frá Flórída. Hún er sögð vopnuð og stórhættuleg. Hún er sögð heltekin af fjöldamorðinu í Columbine og hafi í hyggju að fremja svipað ódæði.

Gripið var til mikilla varúðarráðstafana víða í Colorado í gær og skólum var lokað og tryggt að enginn kæmist inn í þá nema nemendur og foreldrar þeirra til að sækja þá. Denver Post segir að Sol Pais hafi komið til Colorado frá Miami á mánudaginn og sé talin vera á Denver-Littleton svæðinu. Eftir að hún yfirgaf flugvöllinn í Denver fór hún rakleiðis og keypti haglabyssu og skotfæri. Hún hefur haft í hótunum um að fremja svipað ódæðisverk og framið var í Columbine High School.

Á fréttamannafundi í gærkvöldi sagði Dean Phillips, yfirmaður FBI í Denver, að mikil leit standi yfir að Sol Pais.

Jeff Shraderi, lögreglustjóri í Jefferson sýslu, sagði að málið rífi upp gömul sár en hann var starfandi lögreglumaður þegar hryllingsverkið í Columbine High School átti sér stað fyrir 20 árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna

Varð fyrir alvarlegum heilaskaða eftir ljótan hrekk vina sinna
Pressan
Í gær

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn

Átti að hjálpa fjölskyldum látinna hermanna en sveik þær í staðinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Les farsíminn hugsanir þínar?

Les farsíminn hugsanir þínar?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“

Varpar ljósi á skuggahliðar Benidorm: „Svo eru hótelin hérna hinum megin við götuna“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða

Stórhuga olíufurstar í Dúbaí – Ætla að byggja nýjan flugvöll fyrir 5.000 milljarða