fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Er öskureið eftir að hafa séð klám á netinu – Býr sjálf til klámmynd til að sýna börnunum sínum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. mars 2019 21:30

Sarah Louise. Mynd: Channel 4

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir að hafa séð klámmyndir á netinu varð fertug bresk móðir, Sarah, öskureið en henni fannst myndirnar ofbeldisfullar og byggjast á nauðgunum. Hún er því nú, í samstarfi við fjórar aðrar mæður, að framleiða klámmynd sem þær ætla að sýna börnum sínum sem öll eru á unglingsaldri.

„Ef þetta hefði verið í fyrsta sinn sem ég sá eitthvað um kynlíf þá hefði ég verið skíthrædd. Mér fannst skyndilega að ég þyrfti að æla. Við verðum að sýna börnunum að það er eitthvað annað til en þessi hryllingur á netinu. Ef sonur minn kæmi svona fram við konu myndi ég rassskella hann.“

Þetta sagði hún við Mirror eftir að hafa horft á klám sem er aðgengilegt á netinu án greiðslu.

Önnur móðir, Sarah Louise sem á sex börn, varð líkamlega veik eftir að hafa séð klámefnið og sú þriðja hætti þátttöku í verkefninu því henni var svo illa brugðið við það sem hún sá. Verkefnið er á vegum Channel 4 sjónvarpsstöðvarinnar sem er að framleiða þáttaröð sem heitir „Mums Make Porn“ eða Mæður búa til klám.

Konurnar munu framleiða eigin 12 mínútna klámmyndir sem þeim finnst gefa raunsanna mynd af kynlífi. Unglingsbörn þeirra fá síðan að sjá þessar myndir. Konurnar telja að myndirnar þeirra sendi jákvæð skilaboð um ástarsambönd og kynlíf. Þær koma að öllum stigum framleiðslunnar, gerð handrits, vali á leikurum og öðru. Þeim til aðstoðar eru sérfræðingar úr klámiðnaðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru