fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024

Fimm hlutir sem gætu reynst vel fyrir þá sem glíma við skammdegisþunglyndi

Amare
Föstudaginn 28. desember 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þessum tíma árs á ég það til að fá það sem kallað er skammdegisþunglyndi. Ég á það til að verða verri í skapinu og finn oft vanlíðan ganga yfir mig hægt og rólega. Þá finnst mér mjög mikilvægt að reyna að halda mér jákvæðri og skipulegri til þess að halda andlegu hliðinni í jafnvægi.

Hér eru nokkrir hlutir sem hafa hjálpað mér að halda í hamingjuna og jákvæðnina í skammdeginu.

Byrja daginn með jákvæðum hugsunum.

Ég byrja alla dag á því að hugsa um hvað ég get verið þakklát fyrir og hvað ég er heppin með. Stundum þegar mér leið sem verst valdi ég mér bara ákveðna tölu t.d. ég ætla að hugsa um 3 hluti á hverjum morgni sem ég get verið þakklát fyrir.

Halda mér upptekinni.

Mér finnst mikilvægt að hafa nóg fyrir stafni svo ég detti ekki í þunglyndi en passa samt að gera það skipulega og að hafa ekki of mikið að gera þar sem það getur haft sömu áhrif.

Taka vítamín.

Þar sem ég er með vítamínskort á ég það til að verða þreytt og getur það ollið vanlíðan. Það er mér því mjög mikilvægt að vera dugleg að taka vítamín og fá frá þeim orku og vellíðan.

Forðast að gera hluti sem láta mér líða illa/valda mér kvíða.

Ég geri mér grein fyrir því að það er ekki alltaf hægt en ég reyni þá frekar að fara inn með jákvæðum hug og reyni frekar að líta á jákvæðu hliðarnar á málunum og ekki leyfa kvíðanum eða vanlíðaninni að taka völdin.

Umkringja mig með fólki sem mér þykir vænt um.

Ég reyni að vera dugleg að plana eitthvað skemmtilegt með stelpunum. Taka kósí kvöld með Símoni eða taka mér tíma í að leika við Máney Rós.

Þessir 5 hlutir hafa nýst mér vel við að halda þunglyndinu niðri en svo er það auðvitað misjafnt eftir hverjum og einum.

Færslan er skrifuð af Kristbjörgu Ástu og birstist upphaflega á Amare.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Besta deildin: Smit fékk heimskulegt rautt spjald í jafntefli á Akureyri

Besta deildin: Smit fékk heimskulegt rautt spjald í jafntefli á Akureyri
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Karlar maka krókinn í bönkunum – Gríðarlegur kynjamunur á tekjuhæstu einstaklingum

Karlar maka krókinn í bönkunum – Gríðarlegur kynjamunur á tekjuhæstu einstaklingum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Nunez orðaður við óvænt félag – Gæti tekið við af markavélinni

Nunez orðaður við óvænt félag – Gæti tekið við af markavélinni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan

Viðar ekki í hóp á Akureyri – Magnús fullyrðir að þetta sé ástæðan
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sancho hefur engan áhuga á að spila fyrir Manchester United

Sancho hefur engan áhuga á að spila fyrir Manchester United
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Verður maður hamingjusamari við að gera sér upp bros?

Verður maður hamingjusamari við að gera sér upp bros?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.