fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

María Birta landaði hlutverki í mynd Tarantino

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan María Birta Bjarnadóttir leikur hlutverk Playboykanínu í nýjustu mynd Quentins Tarantino, Once Upon A Time in Hollywood. Fréttablaðið greinir frá.

Myndin fjallar um morðið á Sharon Tate sem Manson-klíkan framdi.

Fjölmargar ofurstjörnur Hollywood leika í myndinni: Margot Robbie mun leika Tate og Leonardo DiCaprio og Brad Pitt leika félagana Cliff Booth og Rick Dalton sem búa við hlið Tate í Hollywood.


„Ég fékk þann mikla heiður að fá að taka þátt í þessu meistaraverki og er búin í tökum,“ segir María Birta.

Á vef IMDb kemur fram að María muni leika Playboy-kanínu ásamt þeim Natalie Cohen, Kerry Westcott og Courtney M. Moore, sem hafa allar farið með smáhlutverk í nokkrum stórmyndum.

Fleiri þekktir leikarar verða í myndinni, þar á meðal Dakota Fanning, Kurt Russell, Al Pacino, Timothy Olyphant, Lena Dunham, Luke Perry, Tim Roth og Damian Lewis, auk þeirra reglulegu gesta sem leika í myndum Tarantinos. Rumer Willis, dóttir Bruce Willis og Demi Moore, og Maya Hawke, dóttir Umu Thurman og Ethans Hawke, fara einnig með hlutverk.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Matthías Páll selur Kópavogskastalann

Matthías Páll selur Kópavogskastalann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“

Konunglegur lausaleikskrógi afhjúpaður – „Ég er líffræðilegur faðir Clements“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“