fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Hjónin grunuð um tuttugu morð – Líkamsleifar í barnavagni komu lögreglu á sporið

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 11. október 2018 22:00

Mexíkóskir lögreglumenn að störfum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Mexíkó handtók á dögunum hjón í úthverfi Mexíkóborgar sem grunuð eru um hrottaleg morð. Að því er breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá hefur maðurinn játað að hafa myrt tuttugu konur.

Lögregla hafði fylgst með hjónunum í nokkurn tíma en það voru líkamsleifar í barnavagni sem komu lögreglu almennilega á sporið. Hjónin voru grunuð um að hafa rænt barni konu sem hafði horfið sporlaust. Þegar lögreglumenn kíktu ofan í vagninn blasti við hryllileg sjón; vagninn var fullur af líkamsleifum kvenna sem hjónin eru grunuð um að hafa myrt.

Lögregla framkvæmdi einnig leit á heimili þeirra og þar fundust fleiri líkamsleifar sem og í garði við heimilið.

Lögreglan í Mexíkóborg hefur sagt að hjónin séu grunuð um að hafa selt líkamsleifarnar, en hver kaupandinn var liggur ekki fyrir. Fórnarlömbin áttu það sameiginlegt að búa í Ecatepec, fátæku úthverfi Mexíkóborgar. Hjónin sitja nú í gæsluvarðhaldi meðan rannsókn stendur yfir. Þau eiga yfir höfði sér lífstíðarfangelsisdóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 2 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari
Pressan
Fyrir 5 dögum

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn

Játar að hafa skotið 14 mánaða hundinn sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni

Þessi 15 metra slanga gæti verið sú stærsta sem lifað hefur á jörðinni