fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Telur að Primera Air hafi selt flugmiða á nýjar flugleiðir vitandi að sjóðir félagsins voru að tæmast

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. október 2018 12:40

Andri Már var aðaleigandi Primera Air.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugfélagið Primera Air hefur sótt um að vera tekið til gjaldþrotaskipta og var allt flug félagsins stöðvað á miðnætti og eru allar vélar fyrirtækisins nú á jörðu niðri. Félagið var umsvifamikið á Norðurlöndunum, þar á meðal Íslandi, og var einnig farið að sækja inn á markaðinn fyrir flug til Bandaríkjanna. Ole Kirchert Christensen, ritstjóri vefmiðilsins Check-in.dk, sem sérhæfir sig í umfjöllun um flugiðnaðinn, segir að Primera Air hafi tekið mikla áhættu og tapað. Það hafi verið sú ákvörðun að hefja flug til Norður-Ameríku sem varð fyrirtækinu ofviða og gerði út af við það.

Danska ríkisútvarpið hefur þetta eftir honum. Christensen segir að félagið hafi ekki verið nægilega vel fjármagnað þegar það lagði upp í samkeppni í Ameríkuflugi. Fyrirtækið segir sjálft að aukareikningur upp á 20 milljónir evra hafi gert út af við það. Sá reikningur er að sögn tilkominn vegna seinkunar á afhendingu Airbus 321 flugvéla til fyrirtækisins en þær vélar átti að nota í Ameríkuflugið. Seinkun á afhendingu þýddi að félagið varð að leigja vélar hjá öðrum félögum og leigan var of há til að geta staðið undir rekstrarkostnaðinum.

„Þeir hafa verið mjög bjartsýnir hvað varðar flugáætlun og hafa byrjað flugið of snemma miðað við hvenær þeir gátu búsit við að fá vélarnar afhentar. Þannig komu þeir sé sjálfir í þessa stöðu.“

Christensen segir að Primera Air hafi aðallega keppt við Norwegian og WOW Air og hafi neyðst til að hafa miðaverðið svo lágt að enginn hagnaður hafi verið af fluginu. Félagið hafi verið of bjartsýnt.

Ársreikningar Primera Air Scandinavia síðustu þrjú ár sýna tap upp á 20 milljónir danskra króna, 5 milljónir danskra króna og 35 milljónir danskra króna. Í síðasta ársreikningi kemur einnig fram að eiginfjár félagsins sé neikvætt um 50 milljónir danskra króna. Þrátt fyrir þetta hélt Primera Air baráttunni áfram og tilkynnti nýlega um nýjar flugleiðir frá Brussel, Berlín, Frankfurt og Madrid til New York, Boston, Washington og Montreal á næsta ári.

„Þeir voru snemma í þessu og hafa þegar selt miða í flug á þessum leiðum. Væntanlega til að fá peninga í kassann því þeir vissu að hann var að tæmast.“

Segir Christensen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Í gær

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 4 dögum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari