fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Fyrrum starfsmaður NASA segir að geimverur séu til en stjórnvöld hylmi yfir komur þeirra til jarðarinnar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. júlí 2018 22:00

Er þetta fljúgandi furðuhlutur? Mynd:J.S. Henrardi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kevin Knuth, prófessor í eðlisfræði við Albany háskólann og fyrrum starfsmaður bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, er þess fullviss að vitsmunaverur séu til utan jarðarinnar og að stjórvöld í mörgum ríkjum hafi hylmt yfir komur þeirra hingað til jarðar. Hann segir að nægar sannanir séu fyrir tilvist fljúgandi furðuhluta í alheiminum okkar. Hann er þeirrar skoðunar að mannkynið verði að takast á við þann möguleika að fljúgandi furðuhlutir séu hugsanlega komnir í heimsókn úr órafjarlægð og að rannsaka verði þetta betur því það geti gagnast mannkyninu.

Í grein í The Conversation sagðist hann telja að það verði að horfast í augu við þann möguleika að sumir þeirra skrýtnu fljúgandi hluta, sem eru miklu fullkomnari en bestu flugvélar okkar, geti verið komnir langt að og að mörg gögn styðji frásagnir sjónarvotta af fljúgandi furðuhlutum.

Í greininni segir Knuth að það sé eiginlega tabú að ræða um fljúgandi furðuhluti og það hafi komið í veg fyrir að gerðar hafi verið alvöru vísindalegar rannsóknir á þessum fyrirbærum. Hann kennir stjórnvöldum og fjölmiðlum um þær miklu efasemdir sem umlykja málaflokkinn sem komi í veg fyrir alvöru rannsóknir. Þetta ýti á móti undir samsæriskenningar og æsilegar hugmyndir.

Knuth telur mjög líklegt að vitsmunaverur séu til utan jarðarinnar og lífvænlegar plánetur séu á braut um margar þeirra 300 milljarða stjarna sem eru í vetrarbrautinni okkar. Vandinn er sá að hans mati að margar ríkisstjórnir hafa hylmt  yfir frásagnir og upplifanir fólks af fljúgandi furðuhlutum. Hann telur að það myndi gagnast mannkyninu mikið að komast í samband við vitsmunaverur frá öðrum hnöttum þar sem það gæti gagnast við tækniþróun og ýmsa þekkingaröflun sem og að hjálpa okkur að skilja hvert hlutverk okkar og staða er í alheiminum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt