fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Franska lögreglan sökuð um illa meðferð á flóttabörnum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. júní 2018 09:30

Franskir lögreglumenn að störfum. Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Góðgerðarsamtökin Oxfam saka frönsku lögregluna um að fara illa með flóttabörn. Lögreglan er sgöð hafa vistað allt niður í 12 ára börn í fangaklefum án matar og drykkjar. Einnig er lögreglan sökuð um að hafa klippt sóla af skóm barna og stela símkortum úr farsímum þeirra og senda börnin síðan aftur ólöglega til Ítalíu.

Í skýrslu Oxfam er meðal annars sagt frá „mjög ungri“ stúlku frá Afríku sem var neydd til að ganga aftur til ítalska landamærabæjarins Ventimiglia með 40 daga gamalt barn sitt.

Ásakanir Oxfam eru byggðar á viðtölum við flóttabörn og fleiri. Oxfam og fleiri samtök stóðu að gerð skýrslunnar. Fyrir tveimur mánuðum var franska lögreglan sökuð um að hafa falsað fæðingardaga flóttabarna til að geta meðhöndlað þau sem fullorðna og sent aftur til Ítalíu. Oxfam segist ekki hafa sannanir um líkamlegt ofbeldi en mörg börn hafi sagt að þeim hafi verið hrint og/eða öskrað á þau á tungumáli sem þau skildu ekki.

Hjá Oxfam eru menn sannfærðir um að mörg flóttabörn hafi undanfarið verið send aftur til Ítalíu af frönsku lögreglunni. Samkvæmt Dublinsáttmálanum má ekki senda þau aftur til Ítalíu. Lög ESB kveða einnig á um að flóttabörn eigi að njóta verndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“

Vilja stofna íslamskt ríki í Þýskalandi:  „Kalífadæmi er lausnin“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 5 dögum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum