fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Vara við vinsælu tanngeli fyrir börn – Getur valdið lífshættulegum aukaverkunum

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 27. maí 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa varað foreldra við því að nota vinsæl tanngel fyrir börn sín. Margir foreldrar kannast við umrædd gel en þau þykja einkum gagnleg til að deyfa sársauka þegar tanntaka ungbarna stendur yfir.

Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið (FDA) segir að mörg þessi gel innihaldi lyf sem heitir benzocaine. Lyfið sem um ræðir getur valdið lífshættulegum aukaverkunum hjá börnum, sérstaklega þeim sem eru á aldrinum 0-2 ára.

Þrátt fyrir þessi varnaðarorð bandarískra yfirvalda hafa mörg fyrirtæki haldið áfram framleiðslu á lyfinu. FDA hefur þó varað við efninu, hvatt fyrirtæki til að hætta að nota efnið en þrátt fyrir hefur fjöldi tilkynninga um veikindi eða dauðsföll ekki minnkað. Raunar segir FDA að fáar vísbendingar séu um gagnsemi tanngela og af þeim sökum væri best að taka þau af markaði.

Talið er að rekja megi fjögur dauðsföll til inntöku Benzocaine í Bandaríkjunum á árunum 2009 til 2017, en efnið er meðal annars talið geta valdið öndunarerfiðleikum.

Forsvarsmenn Curch and Dwight Co. Inc. sögðu í gær að fyrirtækið myndi hætta framleiðslu á fjórum Orajel-gelum, þar á meða Baby Orajel og Orajel Medicated Teething Swabs. Hefur FDA sagt að gripið verði til lagalegra aðgerða gegn öðrum fyrirtækjum sem hlíta ekki tilmælum stofnunarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð

Brúðkaupinu slaufað og unnustinn í rusli – Verðandi brúður handtekin fyrir barnaníð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom

Auka tungl gæti verið á braut um jörðina – Vísindamenn telja sig vita hvaðan það kom
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks