fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Rannsakendur vísa því á bug að flugmaður flugs MH370 hafi „drepið sjálfan sig og alla hina“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 24. maí 2018 06:26

Vél frá Malaysia Airlines.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leit að flugi MH370 frá Malaysia Airlines verður hætt í næstu viku. Þetta tilkynnti samgönguráðherra Malasíu, Anthony Loke, í gær. Það er einkafyrirtækið Ocean Infinity sem hefur leitað að vélinni síðan í janúar eftir að opinberri leit var hætt. Samningur stjórnvalda í Malasíu við Ocean Infinity hljóðaði upp á að leitað yrði í þrjá mánuði, til aprílloka. Samningurinn hefur verið framlengdur tvisvar en nú verður leitinni hætt.

„Það verða ekki fleiri framlengingar. Þetta getur ekki haldið áfram að eilífu. Bíðum til 29. maí og síðan ákveðum við hvað við gerum eftir það.“

Sagði Loke í gær.

Eins og DV skýrði frá nýlega þá telja sumir sérfræðingar engan vafa leika á að flugmaður vélarinnar hafi staðið á bak við hvarf hennar. Hann hafi framið sjálfsvíg og tekið alla farþega vélarinnar með sér í dauðann.

Martin Donal er þessarar skoðunar en hann stýrði leit að vélinni í tvö ár en hún hvarf þann 8. mars 2014 á leið frá Kuala Lumpur í Malasíu til Peking í Kína. 239 voru um borð. Rætt var við Donal í sjónvarpsþættinum 60 Minutes Australia fyrr í mánuðinum. Þar sló hann því föstu að flugmaðurinn hafi meðvitað tekið alla farþegana með sér í dauðann.

„Þetta var vel skipulagt og ígrundað og undirbúið í langan tíma.“

Sagði Donal.

Larry Vance, Kanadamaður sem hefur starfað við flugslysarannsóknir, er sömu skoðunar.

„Hann tók eigið líf. Því miður drap hann einnig alla aðra um borð. Þetta var meðvitað.“

Sagði hann í 60 Minutes Australia.

BBC segir að rannsóknarhópur áströlsku samgöngustofnunarinnar vísi þessum fullyrðingum á bug. Þar á bæ halda menn fast við þá kenningu að flugmaðurinn hafi verið meðvitundarlaus í flugstjórnarklefanum á síðustu mínútum flugsins.

Greiningar á gervihnattagögnum benda til að flugvélin hafi orðið eldsneytislaus og hafi hrapað í sunnanvert Indlandshaf vestan við Ástralíu, mörg þúsund kílómetra frá áfangastað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Í gær

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 4 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári