fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Fimmtán ára piltur dæmdur til að greiða fjóra milljarða

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 22. maí 2018 22:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtán ára drengur í Vancouver í Washington-ríki í Bandaríkjunum hefur verið dæmdur til að greiða 37 milljónir Bandaríkjadala, tæpa fjóra milljarða króna, eftir að hafa kveikt eld sem olli gríðarlegri eyðileggingu.

Það var á síðasta ári sem pilturinn ákvað að kveikja í flugeldum í kjarrlendi í Oregon. Lítið hafði rignt á þessum slóðum og því var gróðurinn og jarðvegurinn mjög þurr. Eldurinn frá flugeldunum var fljótur að breiða úr sér og varð til þess að illviðráðanlegir skógareldar kviknuðu sem tók tvo mánuði að slökkva.

Skógareldarnir urðu til þess að fjöldi fólks þurfti að yfirgefa heimili sín, skólum, fyrirtækjum og opinberum stofnunum var lokað og þá þurfti að loka mörgum vegum í ríkinu. Þá urðu miklar skemmdir í gljúfri, Columbia River Gorge, sem laðar að sér þúsundir ferðamanna á hverju ári.

Dómarinn í málinu, John A Olson, mat það svo að þessar 37 milljónir Bandaríkjadala væru um það bil kostnaðurinn vegna slökkvistarfs, viðgerða og skemmda sem urðu á hýbílum. Þá var drengnum gert að sinna 1.920 klukkustunda samfélagsþjónustu.

Lögmenn drengsins mótmæltu upphæðinni sem drengnum var gert að greiða og sögðu hana „fráleita“ fyrir svo ungan dreng.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru