fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433

Jurgen Klopp: Hrikalegur varnarleikur hjá öllu liðinu

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 27. janúar 2018 22:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool tók á móti WBA í enska FA-bikarnum í kvöld en leiknum lauk með 3-2 sigri gestanna.

Það voru þeir Roberto Firmino og Mohamed Salah sem skoruðu mörk Liverpool í leiknum en Jay Rodriguez og Joel Matip sáu um markaskorun WBA í kvöld.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool var afar pirraður í leikslok enda frammistaðan ekki góð hjá hans mönnum í kvöld.

„Það er augljóst að við vorum ekki að bregðast rétt við aðstæðunum sem við komum okkur í hérna í kvöld,“ sagði Klopp.

„Annað markið sem þeir skora var bara hrikalegur varnarleikur hjá öllum leikmönnum liðsins. Þú getur ekki varist svona. Við klikkum á víti og þriðja markið þeirra hlýtur að vera rangstæða?“

„Við þurftum að sýna karakter í seinni hálfleik og vorum allan tímann að elta leikinn. Við skoruðum annað markið of seint. Þegar að þú byrjar leiki eins og við gerðum þá nærðu aldrei að sýna þínar bestu hliðar.“

„Þeir voru aðeins að tefja sem er eðlilegt. Þegar allt kemur til alls þá áttu þeir þetta skilið. Þeir skoruðu þrjú mörk og við tvö. Þeir börðust fyrir sigrinum og við getum sjálfum okkur um kennt,“ sagði Klopp að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ekitike velur þrjá bestu kantmenn í heimi – Valið kemur mörgum á óvart eftir undanfarnar vikur

Ekitike velur þrjá bestu kantmenn í heimi – Valið kemur mörgum á óvart eftir undanfarnar vikur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu inn á heimili Erling Haaland – Ný tegund af rauðu ljósi, eldhúsið og kaupir mjólk beint af býli

Sjáðu inn á heimili Erling Haaland – Ný tegund af rauðu ljósi, eldhúsið og kaupir mjólk beint af býli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kalt andrúmsloft á tökustað eftir sögur um kokkálun frá hinni umdeildu Wöndu

Kalt andrúmsloft á tökustað eftir sögur um kokkálun frá hinni umdeildu Wöndu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Elías Rafn og Logi í sigurliðum – Hákon Arnar spilaði lítið í óvæntu tapi

Elías Rafn og Logi í sigurliðum – Hákon Arnar spilaði lítið í óvæntu tapi
433Sport
Í gær

Albert skoraði í sigri Fiorentina í Evrópu – Frábær sigur hjá Brann gegn Rangers

Albert skoraði í sigri Fiorentina í Evrópu – Frábær sigur hjá Brann gegn Rangers
433Sport
Í gær

Sögulegt stig fyrir Blika í Evrópu – Klikkuðu á víti sem hefði gefið tæpar 60 milljónir í kassann

Sögulegt stig fyrir Blika í Evrópu – Klikkuðu á víti sem hefði gefið tæpar 60 milljónir í kassann