fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Jónína talar um svik og vonbrigði: „Fyrir neðan allar hellur“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. desember 2025 07:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef rétt reynist, sem ég held að sé, þá eru það gríðarleg vonbrigði og svik af hálfu ríkisvaldsins,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, í forsíðufrétt Morgunblaðsins í dag.

Þar er hún innt eftir viðbrögðum við því að Fljótagöng verði efst á blaði, eins og heimildir blaðsins herma, í nýrri samgönguáætlun sem kynnt verður fyrir hádegi í dag.

Á sama tíma verða Fjarðarheiðargöng, milli Seyðisfjarðar og Fljótsdalshéraðs, færð aftar í forgangsröðina þrátt fyrir að hafa verið í forgangi í eldri samgönguáætlun. Þess má geta að Fljótagöng eru í kjördæmi Eyjólfs og er Jónína afar óhress með vinnubrögð ráðherra.

„Í mínum huga er þetta ekkert annað en kjördæmapot og ég trúi því ekki að Alþingi samþykki þessi vinnubrögð. Þau eru fyrir neðan allar hellur og rýra gildi samgönguáætlunar í heild,“ segir hún meðal annars í samtali við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kemur Gyokeres til varnar
Salah snýr aftur
Fréttir
Í gær

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Í gær

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax
Fréttir
Í gær

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“

Kallar eftir skýrari afstöðu stjórnvalda – „Sitji ekki hjá sofandi að feigðarósi og láti listafólk um þetta alltaf!“