
Vitor Pereira verður ekki rekinn frá Wolves, allavega ekki í bili, þrátt fyrir hörmulega byrjun á tímabilinu. Talksport segir frá.
Portúgalinn tók við Úlfunum á miðju tímabili í fyrra og bjargaði því glæsilega frá falli og gott betur. Liðið hefur þó byrjað þessa leiktíð skelfilega og er með aðeins tvö stig á botni deildarinnar eftir níu leiki.
Það er kominn mikil pressa á Pereira og margir stuðningsmenn kölluðu eftir höfði hans í 2-3 tapinu gegn Burnley í gær. Mátti þá sjá stjórann munnhöggvast við fólkið í stúkunni.
Stjórnin stendur þó við bakið á Pereira, sem missti lykilmennina Matheus Cunha og Rayan Ait-Nouri til Manchester-liðanna United og City í sumar.