
Eiður Smári Guðjohnsen hefur fundað með Selfyssingum um að gerast næsti þjálfari karlaliðsins samkvæmt Fótbolta.net.
Knattspyrnugoðsögnin hefur ekki verið í þjálfun frá því að hann var hjá FH tímabilið 2022, en sagði frá því í Dr. Football á dögunum að hann teldi endurkomu í þjálfun líklega á einhverjum tímapunkti.
Bjarni Jóhannsson hætti með Selfoss eftir að liðið féll úr Lengjudeildinni og niður í 2. deild í haust og er því í þjálfaraleit.
Auk þess að þjálfa FH hefur Eiður Smári verið aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, sem og U-21 árs landsliðsins.