fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Pressan

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu

Pressan
Þriðjudaginn 28. október 2025 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír kínverskir ríkisborgarar hafa verið handteknir í Tbilisi, höfuðborg Georgíu, eftir að þeir reyndu að kaupa tvö kíló af úraníum með ólöglegum hætti. Öryggisþjónusta landsins tilkynnti þetta um helgina.

Samkvæmt tilkynningunni ætlaði hópurinn að flytja efnið til Kína í gegnum Rússland. Öryggisþjónustan birti jafnframt myndband af aðgerðinni þar sem handtökurnar fóru fram.

Í tilkynningu stofnunarinnar kemur einnig fram að meðlimir hópsins hefðu ætlað að greiða 400.000 Bandaríkjadali fyrir hið geislavirka efni

Yfirvöld segja að kínverskur ríkisborgari sem þegar var staddur í Georgíu, og hafði brotið gegn lögum um dvalarleyfi, hafi tekið á móti löndum sínum í þeim tilgangi að leita að úrani í Georgíu. Voru þeir handteknir þegar þeir voru að ganga frá lausum endum varðandi kaupin.

Ekki liggur fyrir í hvaða tilgangi mennirnir ætluðu að nota efnið í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg hefnd: „Viltu horfa á barnið þitt deyja, eða viltu að barnið horfi á þig deyja?“

Ólýsanleg hefnd: „Viltu horfa á barnið þitt deyja, eða viltu að barnið horfi á þig deyja?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bað gervigreindina um að velja lottótölurnar – Vann 12 milljónir

Bað gervigreindina um að velja lottótölurnar – Vann 12 milljónir