fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Allt á suðupunkti í Kaupmannahöfn: Krefjast þess að sjá meira af Íslendingnum – „Heiladauður fyrir að bíða svo lengi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 27. október 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn danska stórveldisins FC Kaupmannahafnar eru margir hverjir ansi ósáttir við stöðu mála eins og er, en illa hefur gengið á leiktíðinni.

FCK hefur ekki unnið í fimm leikjum í röð í öllum keppnum og er nú átta stigum á eftir toppliði AGF í deildinni heima fyrir. Liðið gerði ósannfærandi markalaust jafntefli við Viborg á Parken í gær.

Hinn 17 ára gamli Viktor Bjarki Daðason, sem hefur komið sterkur inn í aðalliðið undanfarið og skoraði gegn Dortmund í Meistaradeildinni í síðustu viku, byrjaði á bekknum í gær og kom inn á í restina. Fjöldi stuðningsmanna kallar eftir því að hann fái traustið á þessum erfiðu tímum.

„Inn á með Daðason!“ sagði til að mynda í færslu Copenhagen Sundays, eins stærsta hlaðvarps sem fjallar um FCK í Danmörku.

Margir tóku í sama streng en aðrir dýpra í árinni. „Hann er heiladauður fyrir að bíða svo lengi með að setja Daðason inn,“ skrifaði einn stuðningsmaður um Jacob Neestrup, þjálfara FCK.

„Daðason gerði meira en Claesson á níu mínútum,“ sagði þá annar, en Viktor kom inn á fyrir Svíann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl