Manchester United hefur gert stórar breytingar á Old Trafford fyrir komandi heimaleik gegn Brighton.
Undanfarnar vikur hefur verið unnið að endurbótum á vellinum og nýjasta verkefnið hefur átt sér stað á Stretford End, þar sem sett hafa verið upp ný örugg stæði (safe standing) með alls 6.000 nýjum sætum, samkvæmt Daily Mail.
Þar með eykst fjöldi öruggra stæða á Old Trafford í meira en 13.500 sæti, sem samsvarar um 18 prósentum af heildarrúmtaki vallarins. Það þýðir að Old Trafford verður með flest örugg stæði allra valla á Englandi og fer fram úr Tottenham Hotspur Stadium, sem hefur um 10.000 slík sæti.
Fyrsti áfanginn í verkefninu var kláraður fyrir sigurinn á Sunderland fyrr í mánuðinum, og er gert ráð fyrir að framkvæmdum ljúki fyrir lok október.
Að sögn félagsins hefur viðbrögð stuðningsmanna verið afar jákvæð, þó að ekki sé áformað að setja upp fleiri örugg stæði annars staðar á vellinum að svo stöddu.
Í yfirlýsingu Manchester United segir. „Þetta nýjasta verkefni endurspeglar áframhaldandi fjárfestingu félagsins í því að bæta upplifun á leikdögum. Örugg stæði hafa sýnt sig að bæta bæði stemningu og öryggi á leikvöllum.“
Þetta er hluti af stærri framtíðaráætlun United um að nútímavæða Old Trafford og styrkja tengsl við stuðningsmenn, á sama tíma og félagið vinnur að langtímaáætlun um mögulega nýbyggingu eða umfangsmikla endurhönnun vallarins.